Sameiningarmál áfram hjá Suðurnesjabæ
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að vísa sameiningarmálum frá Sveitarfélaginu Vogum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð hafði tekið málið til umfjöllunar. Þar voru teknar fyrir fundargerðir verkefnahóps um könnunarviðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum, ásamt fylgigögnum. Bæjarráð vísaði málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem hefur tekið málið fyrir og vísar því nú til síðari umræðu.