Sameiningarkynning í Garði í kvöld
Kynningarfundur um sameiningu Sveitarfélagsins Garðs við Reykjanesbæ og Sandgerðisbæ verður haldinn í Samkomuhúsinu í Garði í kvöld, þriðjudaginn 27. sept., kl. 20:00. Á fundinum verða kynntir kostir og gallar sameiningar sveitarfélaganna og boðið upp á fyrirspurnir.
Kynningariti hefur nú verið dreift í hvert hús, þannig að kjósendur geta kynnt sér málin. Einnig er hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni á heimasíðu sveitarfélagsins, www.sv-gardur.is
Þann 8.október mun það svo koma í ljós hver endanlegur hugur manna til sameiningar er en þá verður kosið um það hvort íbúar Garðs vilji sameinast Sandgerði og Reykjanesbæ eða vera áfram sjáfstætt sveitarfélag. Kosið verður í Gerðaskóla. Á kjörskrá í Garði eru 911 kjósendur. Þeir sem ekki verða heima á kjördag geta kosið utankjörstaðar hjá Sýslumanninum í Keflavík.
Kynningariti hefur nú verið dreift í hvert hús, þannig að kjósendur geta kynnt sér málin. Einnig er hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni á heimasíðu sveitarfélagsins, www.sv-gardur.is
Þann 8.október mun það svo koma í ljós hver endanlegur hugur manna til sameiningar er en þá verður kosið um það hvort íbúar Garðs vilji sameinast Sandgerði og Reykjanesbæ eða vera áfram sjáfstætt sveitarfélag. Kosið verður í Gerðaskóla. Á kjörskrá í Garði eru 911 kjósendur. Þeir sem ekki verða heima á kjördag geta kosið utankjörstaðar hjá Sýslumanninum í Keflavík.