Sameining Reykjanes- og Sandgerðisbæjar
Heiðar Ásgeirsson (B) lagði fram þá tillögu, á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar 14. júní sl., að hafnar yrðu viðræður við fulltrúa Reykjanesbæjar, varðandi sameiningu sveitarfélaganna.Lagt var til að kosin yrði samstarfsnefnd, sem annast myndi athugun málsins í samráði við viðkomandi ráðuneyti og skila síðan áliti sínu um málið. Bæjarstjórn ákvað að kynna sér frekar þær úttektir sem gerðar hafa verið á sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, og fresta frekari umræðu um tillöguna.