Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameinast um raflagnavinnu við nýtt álver í Helguvík
Mánudagur 7. júlí 2008 kl. 11:12

Sameinast um raflagnavinnu við nýtt álver í Helguvík


Þrír rafmagnsverktakar á Suðurnesjum hafa sameinast um raflagnavinnu fyrir álverið í Helguvík. Rafverktakafyrirtækið Bergraf ehf. hefur tekið til starfa en það er í eigu rafverktakafyrirtækjanna SI raflagna, Rafholts og Nesraf.

Stofnun þessa nýja fyrirtækis er tilkomin vegna raflagnavinnu við álverið í Helguvík. Fyrirtækin þrjú buðu sameiginlega í þau tvö raflagnaverkefni sem hafa verið boðin út vegna álversframkvæmdanna og voru lægstir í báðum tilfellum. Einnig er hinu nýja félagi ætlað að standa framvegis að tilboðum í stór raflagnaverkefni þar sem sameiginlegur kraftur allra þriggja eigenda nýtist vel.

SI raflagnir, Rafholt og Nesraf mun starfa áfram sjálfstætt eins og þau hafa gert hingað til bæði á tilboðsmarkaði og þjónustu við sína föstu viðskiptaaðila.

Heildar starfsmannafjöldi fyrirtækjanna þriggja er um 120 starfsmenn.

Stjórn félagsins skipa: Sigurður Ingvarsson stjórnarformaður, Helgi Rafnsson og Hjörleifur Stefánsson stjórnarmenn. Framkvæmdastjóri Bergraf hefur verið ráðinn Reynir Þór Ragnarsson en þeir eru á meðfylgjandi mynd sem tekin var nú í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024