Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:44

SAMEINAST GARÐMENN SANDGERÐI EÐA REYKJANESBÆ?

Sameiningarskýrslan verður kynnt í kvöld Íbúum í Garði verður í kvöld kynnt niðurstaða skýrslu sem gerð hefur verið um kosti og galla þess að sameinast annað hvort Sandgerðisbæ eða Reykjanesbæ. Samhliða sveitarstjórnarkosningum síðasta vor var kosið um hvort kanna ætti kosti og galla sameiningar. Það var samþykkt og fékk Gerðahreppur fyrirtækið V.S.Ó. til að vinna skýrslu um kosti og galla sameiningar. Skýrslan er tilbúin og verður kynnt íbúum Gerðahrepps á fundi sem hefst kl. 20:30 í Samkomuhúsinu í kvöld. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, vildi ekkert tjá sig um innihald skýrslunnar þegar blaðið hafði samband við hann á þriðjudag. Hann sagði þó að menn væru slegnir yfir umfjöllun Ríkissjónvarpsins um skýrsluna, enda átti hún að vera trúnaðarmál þar til í kvöld. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta úr skýrslunni kemur fram að Reykjanesbær sé mun vænlegri kostur en Sandgerðisbær til sameiningar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024