Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameinaðir Grindvíkingar á sjávarútvegssýningu
Fimmtudagur 2. október 2014 kl. 14:16

Sameinaðir Grindvíkingar á sjávarútvegssýningu

– sjáið grindvíska básinn í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld

Tugur fyrirtækja í samstarfi við Grindavíkurhöfn sameinuðust um sýningarbás á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem fram fór í Kópavogi um sl. helgi. Bás Grindvíkinga þótti áhugaverður og fékk m.a. viðurkenningu sem besti hóp- og landsvæðisbásinn á sýningunni.

Víkurfréttir kíktu á grindvíska básinn á sýningunni. Heimsókninni verða gerð skil í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30 og aftur kl. 23:30, en þátturinn er endursýndur á tveggja tíma fresti í einn sólarhring. Lokasýning verður því á morgun, föstudag kl. 19:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024