Sameiginlegur knattspyrnuvöllur fyrir Keflavík og Njarðvík?
Gert er ráð fyrir að löglegur keppnisleikvangur fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur verði tilbúinn í júní árið 2007. Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hvatti forsvarsmenn íþróttafélaga Keflavíkur og Njarðvíkur til að skoða að byggður yrði sameiginlegur knattspyrnuvöllur félaganna. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagðist lítast ágætlega á þá hugmynd, en taldi algert grunnatriði að félögin kæmust sjálf að slíkri niðurstöðu.
Framtíðarnefnd Íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur hefur kynnt áherslur sínar varðandi forgang í uppbyggingu félagsins fyrir næstu 10 ár og meðal verkefna sem þar koma fram er bygging knattspyrnuleikvangsins. Skýrslan var lögð fram á fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þann 17. mars.
Framtíðarnefnd Íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur hefur kynnt áherslur sínar varðandi forgang í uppbyggingu félagsins fyrir næstu 10 ár og meðal verkefna sem þar koma fram er bygging knattspyrnuleikvangsins. Skýrslan var lögð fram á fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þann 17. mars.