Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sameiginlegur fundur ungmennaráða í Garði og Sandgerði
Mánudagur 15. febrúar 2016 kl. 11:29

Sameiginlegur fundur ungmennaráða í Garði og Sandgerði

Sameiginlegur fundur ungmennaráða Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar var haldinn á dögunum en fundurinn var í fundarsal bæjarstjórnar Garðs.

Ungmennaráðið í Garði hefur verið vel virkt og fundað reglulega við leiðsögn Guðbrandar Stefánssonar íþrótta-og æskulýðsfulltrúa. Þá hefur ungmennaráðið mætt á fundi hjá bæjarstjórn, þar sem málefni ungmenna í Garði hafa verið til umræðu.

„Það var vel til fundið og ánægjulegt að ungmennaráðin í Garði og Sandgerði hafi fundað sameiginlega. Þar fóru þau yfir ýmis málefni sem þau eiga sameiginleg, meðal annars samstarf ungmenna sveitarfélaganna á ýmsum sviðum,“ segir í pistli sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, ritar á vef sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024