Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sameiginlegt vefsvæði Voga og Hafarfjarðar
Þriðjudagur 12. júlí 2005 kl. 16:07

Sameiginlegt vefsvæði Voga og Hafarfjarðar

Opnuð hefur verið vefsíða þar sem hægt verður að nálgast nýjustu upplýsingar um sameiningarmál Hafnarfjarðar og Voga. Hægt verður að nálgast upplýsingar um tímasetningar, kjördeildir og annað þegar nær dregur 8. október. Þá er hægt að senda ábendingar til samstarfsnefndarinnar og taka þátt í könnun.

Í dag eru íbúar Hafnarfjarðar um 22.000. Hafnarfjarðar er fyrst getið í landnámu þar sem sagt er frá komu Hrafna Flóka til bæjarins. Ásbjörn Össurarson er landnámsmaður Hafnarfjarðar en hann nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt og bjó á Skúlastöðum.

Íbúar í Vogum og Vatnsleysuströnd eru um 930. Vogar við Vatnsleysuströnd er kauptún og stendur við Vogavík, innan Vogastapa.   Staðurinn kemur við sögu þegar á landnámsöld. Fyrsti bærinn hét Kvíguvogar. Það nafn týndist en jörðin Stóru-Vogar var höfuðból um aldir og fylgdu því mörg smábýli.

Hægt er að komast inn á vefsíðuna hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024