Sameiginlegt vefsvæði Voga og Hafarfjarðar

Í dag eru íbúar Hafnarfjarðar um 22.000. Hafnarfjarðar er fyrst getið í landnámu þar sem sagt er frá komu Hrafna Flóka til bæjarins. Ásbjörn Össurarson er landnámsmaður Hafnarfjarðar en hann nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt og bjó á Skúlastöðum.
Íbúar í Vogum og Vatnsleysuströnd eru um 930. Vogar við Vatnsleysuströnd er kauptún og stendur við Vogavík, innan Vogastapa. Staðurinn kemur við sögu þegar á landnámsöld. Fyrsti bærinn hét Kvíguvogar. Það nafn týndist en jörðin Stóru-Vogar var höfuðból um aldir og fylgdu því mörg smábýli.
Hægt er að komast inn á vefsíðuna hér.