Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sam­eig­in­leg að­gerða­á­ætl­un vegna Helguvíkurálvers staðfest
Miðvikudagur 9. nóvember 2005 kl. 17:36

Sam­eig­in­leg að­gerða­á­ætl­un vegna Helguvíkurálvers staðfest

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Norðuráls og Fjárfestingastofunnar, sem er m.a. í eigu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, hafa staðfest sameiginlega aðgerðaáætlun til undirbúnings hugsanlegrar byggingu álvers í Helguvík í Reykjanesbæ. Ráðuneytið kemur þar með formlega að undirbúningsvinnu vegna byggingar álvers á Suðurnesjum.
Meðal þeirra verkefna sem falla undir aðgerðaáætlunina er að afla rannsóknarleyfa til orkuöflunar, þ.e. til að bora prufuholur, skoða orkuflutning inn á svæðið og umhverfisskilyrði. Þessari undirbúningsvinnu á að vera lokið eigi síðar en í júlí á næsta ári. Þegar niðurstöður þessara athugana liggja fyrir er hægt að taka skýrar ákvarðanir um framhaldið. Í fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að álframleiðsla hefjist á tímabilinu 2010-2015 ef af framkvæmdunum verður.
Eins og áður hefur komið fram hafa þegar verið gerðar kannanir um möguleika á rekstri álvers í Helguvík, orkuöflun og umhverfisskilyrðum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar eru þar ákjósanleg skilyrði fyrir allt að 250.000 tonna álver.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024