Sameiginleg aðgerðaáætlun vegna Helguvíkurálvers staðfest
Fulltrúar Reykjanesbæjar, Norðuráls og Fjárfestingastofunnar, sem er m.a. í eigu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, hafa staðfest sameiginlega aðgerðaáætlun til undirbúnings hugsanlegrar byggingu álvers í Helguvík í Reykjanesbæ. Ráðuneytið kemur þar með formlega að undirbúningsvinnu vegna byggingar álvers á Suðurnesjum.
Meðal þeirra verkefna sem falla undir aðgerðaáætlunina er að afla rannsóknarleyfa til orkuöflunar, þ.e. til að bora prufuholur, skoða orkuflutning inn á svæðið og umhverfisskilyrði. Þessari undirbúningsvinnu á að vera lokið eigi síðar en í júlí á næsta ári. Þegar niðurstöður þessara athugana liggja fyrir er hægt að taka skýrar ákvarðanir um framhaldið. Í fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að álframleiðsla hefjist á tímabilinu 2010-2015 ef af framkvæmdunum verður.
Eins og áður hefur komið fram hafa þegar verið gerðar kannanir um möguleika á rekstri álvers í Helguvík, orkuöflun og umhverfisskilyrðum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar eru þar ákjósanleg skilyrði fyrir allt að 250.000 tonna álver.
Meðal þeirra verkefna sem falla undir aðgerðaáætlunina er að afla rannsóknarleyfa til orkuöflunar, þ.e. til að bora prufuholur, skoða orkuflutning inn á svæðið og umhverfisskilyrði. Þessari undirbúningsvinnu á að vera lokið eigi síðar en í júlí á næsta ári. Þegar niðurstöður þessara athugana liggja fyrir er hægt að taka skýrar ákvarðanir um framhaldið. Í fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að álframleiðsla hefjist á tímabilinu 2010-2015 ef af framkvæmdunum verður.
Eins og áður hefur komið fram hafa þegar verið gerðar kannanir um möguleika á rekstri álvers í Helguvík, orkuöflun og umhverfisskilyrðum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar eru þar ákjósanleg skilyrði fyrir allt að 250.000 tonna álver.