Samdráttur í sorpeyðingu með brotthvarfi hersins
Nokkur samdráttur verður á starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Miðnesheiði. Með þessu sést enn einn þátturinn sem brotthvarf hersins hefur bein áhrif á, en síðasta ári skilaði varnarliðið um 3000 tonnum til vinnslu í SS. Til samanburðar má geta þess að tekið er við um 18.000 tonnum á ársgrundvelli.
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sorpeyðingarstöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þó að erfitt væri að missa stóran viðskiptavin væri hann ekki áhyggjufullur yfir framtíðinni.
„Varnarliðið greiddi okkur eingreiðslu eftir síðustu samninga vegna þess að þeir vildu ekki semja við okkur til langs tíma og verður tekjutapið þess vegna ekki eins mikið. Sorp frá Vellinum hefur líka verið að minnka mikið undanfarin ár og er þetta þess vegna ekki eins mikið áfall fyrir okkur. Á móti því kemur að síðustu ár hafa umsvif við Flugstöð Leifs Eiríkssonar stóraukist auk þess sem íbúum á svæðinu fjölgar stöðugt.“
Einnig má þess geta að minna sorp verður flutt frá SS eftir brotthvarf Bandaríkjamanna, en þaðan fer bæði endurvinnanlegt sorp og brennanlegt sorp sem brennslustöðin nær ekki að anna. Endurvinnanlegt sorp er þó í meirihluta.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sorpeyðingarstöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þó að erfitt væri að missa stóran viðskiptavin væri hann ekki áhyggjufullur yfir framtíðinni.
„Varnarliðið greiddi okkur eingreiðslu eftir síðustu samninga vegna þess að þeir vildu ekki semja við okkur til langs tíma og verður tekjutapið þess vegna ekki eins mikið. Sorp frá Vellinum hefur líka verið að minnka mikið undanfarin ár og er þetta þess vegna ekki eins mikið áfall fyrir okkur. Á móti því kemur að síðustu ár hafa umsvif við Flugstöð Leifs Eiríkssonar stóraukist auk þess sem íbúum á svæðinu fjölgar stöðugt.“
Einnig má þess geta að minna sorp verður flutt frá SS eftir brotthvarf Bandaríkjamanna, en þaðan fer bæði endurvinnanlegt sorp og brennanlegt sorp sem brennslustöðin nær ekki að anna. Endurvinnanlegt sorp er þó í meirihluta.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson