Samdráttur í rekstri gæsluvalla
Í sumar verða opnir þrír gæsluvellir í Reykjanesbæ. Haustið 2001 var tveimur af fimm gæsluvöllum lokað vegna lélegrar nýtingar en fækkun barna varð umtalsverð. Að sögn Hjördísar Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, mun aðsókn í sumar ráða því hvort gæsluvöllum verði fækkað enn frekar eða lagðir alveg af í Reykjanesbæ.
Um áramót var leikskólagjald lækkað til að koma til móts við foreldra fjárhagslega, en það virðist ekki hafa haft áhrif á nýtingu gæsluvallanna, sem hefur verið mjög léleg í vetur.
Um áramót var leikskólagjald lækkað til að koma til móts við foreldra fjárhagslega, en það virðist ekki hafa haft áhrif á nýtingu gæsluvallanna, sem hefur verið mjög léleg í vetur.