Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Saltverksmiðjan hverfur
Mánudagur 8. nóvember 2010 kl. 13:16

Saltverksmiðjan hverfur


Unnið er að niðurrifi salverksmiðjunnar á Reykjanesi þessa dagana. Hringrás annast verkið en þarna mun falla til talsvert brotajárn sem flutt verður út. Verksmiðjan hóf starfsemi árið 1979 og var með 35-40 manns í vinnu í byrjun síðasta áratugar. Um miðjan áratuginn brustu sölusamningar og starfsemin lagðist niður í nokkur ár. Hún var síðan rekin með hléum í nokkur ár þar á eftir.

Ekki hafa allir verið á eitt sáttir með staðsetningu verksmiðjunnar sem sumum þótti lýti á landslaginu út á Reykjanesi. Sá ágreiningur ætti því að heyra sögunni til því verksmiðjan verður jöfnuð við jörðu ásamt þeim byggingum sem henni fylgdu. Ekki liggur fyrir hvernig nýtingu lóðarinnar verður háttað í framtíðinni. Uppi eru hugmyndir um stofnun auðlindagarðs úti á Reykjanesi og því er hugsanlegt að framtíð lóðarinnar ráðist af þeim hugmyndum sem tengjast eldvirkninni og jarðhitanum.

VFmyndir/elg.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024