Saltsíldarvinnsla að hefjast hjá Bakkavör
Hjá Bakkavör Ísland hf. í Reykjanesbæ er verið að undirbúa að hefja flökun á síld og er fyrirhugað að salta flökin og selja þau til verksmiðju Bakkavarar í Svíþjóð.Hilmar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Bakkavarar Ísland hf., segir ekki ljóst hvenær vinnslan geti hafist en hugmyndin er sú að kaupa flokkaða síld frá bátum sem landa aflanum til flokkunar í Helguvík. Búið er að festa kaup þremur Baader síldarflökunarvélum og reiknar Hilmar með því að ráða þurfi fleira starfsfólk á meðan síldarvinnslunni stendur. Bakkavör Ísland hf. hefur ekki áður stundað vinnslu á síld ef undan er skilin smá tilraun sem gerð var á síðustu vertíð.
Bakkavör Sweden er næst stærsti einstaki framleiðandinn á niðurlagði saltsíld í Svíþjóð og er síldinni ýmist pakkað í glerkrukkur eða niðursuðudósir.
Frétt frá InterSeafood.com.
Bakkavör Sweden er næst stærsti einstaki framleiðandinn á niðurlagði saltsíld í Svíþjóð og er síldinni ýmist pakkað í glerkrukkur eða niðursuðudósir.
Frétt frá InterSeafood.com.