Salernisdælur ollu nauðlendingu þotu British Airways
Reykjarmyndunin um borð í Boeing-767 þotu breska flugfélagsins British Aoirways sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær hefur verið rakin til þess að salerni í þotunni yfirfylltist, að sögn félagsins.
Breski þingmaðurinn Graham Stringer, sem var meðal farþega þotunnar, segir við fréttastofuna Associated Press, að áður en reykjar varð vart í farþegaklefanum hafi salernisdælur ekki virkað sem skyldi. Reykur hafi myndast eftir um hálfrar fjórðu stundar flug og hafi flugstjórinn þá ákveðið að biðja um leyfi til nauðlendingar í Keflavík.
Eftir dvöl á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í nótt héldu farþegar þotunnar ferð sinni til Baltimore áfram í dag, en sjálfri þotunni var flogið til baka til Heathrow í Englandi til frekari skoðunar. Morgunblaðið á netinu greinir frá þessu.
Breski þingmaðurinn Graham Stringer, sem var meðal farþega þotunnar, segir við fréttastofuna Associated Press, að áður en reykjar varð vart í farþegaklefanum hafi salernisdælur ekki virkað sem skyldi. Reykur hafi myndast eftir um hálfrar fjórðu stundar flug og hafi flugstjórinn þá ákveðið að biðja um leyfi til nauðlendingar í Keflavík.
Eftir dvöl á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í nótt héldu farþegar þotunnar ferð sinni til Baltimore áfram í dag, en sjálfri þotunni var flogið til baka til Heathrow í Englandi til frekari skoðunar. Morgunblaðið á netinu greinir frá þessu.