Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sakaður um pyntingar – nýlega dæmdur fyrir hrottaskap
Mánudagur 26. apríl 2010 kl. 15:43

Sakaður um pyntingar – nýlega dæmdur fyrir hrottaskap


Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns í Reykjanesbæ ásamt öðrum manni. Visir.is greinir frá þessu.

Sex menn voru handteknir af Lögreglunni á Suðurnesjum vegna rannsóknar á ætlaðri frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir og þjófnaði. Fimm þeirra eru grunaðir um að hafa numið mann á brott frá heimili hans þar sem hann var m.a. pyntaður og neyddur til þjófnaðar. Ástæðan mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld.

Samkvæmt frétt visir.is var einn mannanna var nýlega dæmdur fyrir gróft ofbeldisbrot í Reykjanesbæ. Hann ruddist við annan mann inn á heimili manns vð Sólvallargötu þar sem þeir gengu í skrokk á honum og höfðu á brott með sér fartölvu.

Tengd frétt:
Numinn á brott, pyntaður og neyddur til þjófnaðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024