Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sagði engar góðar fréttir að hafa
Magnús Tumi Guðmundsson við pallborðið á íbúafundinum í gær. VF/Sigurbjörn Daði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 17. janúar 2024 kl. 10:59

Sagði engar góðar fréttir að hafa

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði á fundinum að þessi atburðarás við Grindavík vekur enga gleði. Kvika nær undir Grindavík en hún eigi auðveldar með að fara upp í Sundhnúkum. Hann sagði að það væri líklegt að þetta verði svona og haldi áfram í töluverðan tíma.

Magnús Tumi sagði að við þessar aðstæður væri ekki skynsamlegt að búa í Grindavík. Hann sagði svæðið vera hættulegt og að allir verði að búa sig undir að finna lausnir sem séu ásættanlegar. Hann sagði varnargarða gera gagn en þeir væru ekki fullkomin vörn fyrir byggðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menn verði að búa sig undir að atburðarásin taki langan tíma og þá talaði hann ekki í mánuðum. Hann sagði að áfram verði sprunguhreyfingar og ekki sé vitað hversu lengi þetta ástand muni vara. Það væri fullkomin óvissa varðandi tíma og þá hvenær væri hægt að taka ákvarðanir og því væri betra að hugsa til lengri tíma en bara næstu vikna þegar teknar verða ákvarðanir fyrir Grindavík.

Magnús Tumi sagðist engar góðar fréttir hafa. Þetta væri gríðarlega stórt högg og erfitt að sjá fyrir endan á atburðarásinni. Það verði langur tíma þar til hægt verði að flytja aftur til Grindavíkur.