Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sagði að það væri vírus í tölvunni
Það er enginn vírus á vf.is.
Föstudagur 5. júlí 2013 kl. 12:44

Sagði að það væri vírus í tölvunni

Áhyggjufullur borgari hafði símasamband við Lögregluna á Suðurnesjum og tilkynnti að óprúttnir erlendir aðilar hefðu hringt í sig og óskað eftir upplýsingum um tölvu viðkomandi.

Voru þeir að reyna sannfæra viðkomandi að það væri vírus í tölvunni og þeir vildu laga það fyrir viðkomandi gegn greiðslu. Borgarinn lét ekki til leiðast en vildi hins vegar vara aðra við. Lögreglan ítrekar fyrir öllum að vera vakandi fyrir slíku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024