Sagan kemur í ljós
Það má segja að sagan hafi komið í ljós þegar framkvæmdir hófust á dögunum við Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ, þar sem nýtt útibú KB-banka verður til húsa í framtíðinni.
Þegar klæðingin var rifin burt komu í ljós vel greinileg ummerki eftir gamalt skilti sem prýtt hefur framhlið hússins fyrir löngu síðan, á þeim má sjá að þarna hefur verið Vélsmiðja Björns Magnússonar.
Eftir því sem VF kemst næst byggði Björn Magnússon húsið um 1950 en forsögu fyrirtækisins má rekja aftur til 1940 þegar Björn hóf starfsemi á Suðurgötu 29.
Vélsmiðja Björns Magnússonar starfaði í um tvo áratugi, eftir því sem næst verður komist, en auk almennrar vélsmíði var smiðjan um árabil nokkuð stórtæk í ketilsmíði og var framleiðsla fyrirtækisins landsþekkt undir heitinu BM-katlar. Starfsmenn munu hafa verið í kringum 3ja tuginn þannig að starfseminn var nokkuð umfangsmikil um árabil.
Þegar klæðingin var rifin burt komu í ljós vel greinileg ummerki eftir gamalt skilti sem prýtt hefur framhlið hússins fyrir löngu síðan, á þeim má sjá að þarna hefur verið Vélsmiðja Björns Magnússonar.
Eftir því sem VF kemst næst byggði Björn Magnússon húsið um 1950 en forsögu fyrirtækisins má rekja aftur til 1940 þegar Björn hóf starfsemi á Suðurgötu 29.
Vélsmiðja Björns Magnússonar starfaði í um tvo áratugi, eftir því sem næst verður komist, en auk almennrar vélsmíði var smiðjan um árabil nokkuð stórtæk í ketilsmíði og var framleiðsla fyrirtækisins landsþekkt undir heitinu BM-katlar. Starfsmenn munu hafa verið í kringum 3ja tuginn þannig að starfseminn var nokkuð umfangsmikil um árabil.