Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Saga skipsstranda á nýju söguskilti
Mánudagur 8. nóvember 2010 kl. 11:46

Saga skipsstranda á nýju söguskilti


Söguskilti, sem segir sögu skipsstranda frá Hraunsandi vestur um Hópsvör í Grindavík, var vígt um helgina í tilefni af 80 ára afmæli Slysavarnadeildarinnar Þorbjörns. Skiltið er staðsett í grennd við rústirnar á austanverður Nesinu.

Boðið var upp á söguferð um Hópsnesið undir leiðsögn Gunnars Tómassonar, fyrrum formanns Slysavarnadeildarinnar og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Auk söguskiltisins voru endurvígð átta skilti sem lýsa strandi hvert á sínum stað. Hópsnesið geymir afar merka sögu en þar má sjá skipsflök eftir strönd. Björgunarsveitin Þorbjörn og Slysavarnadeildin Þorbjörn hafa samtals bjargað 232 sjómönnum í 22 sjóslysum þar sem 47 hafa farist á þessum 80 árum sem liðin eru frá stofnun deildarinnar.

Myndir/www.grindavik.is





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024