Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Saga Keilis á 14 metra langri risamynd
Hjálmar Árnason og Kjartan Þór Eiríksson við sögu Keilis sem er á 14 metra langri og tveggja metra hárri mynd í Keili.
Fimmtudagur 4. maí 2017 kl. 19:48

Saga Keilis á 14 metra langri risamynd

Því er fagnað í dag að tíu ár eru frá því Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ. Tímamótanna var minnst í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og svo var gestum boðið að skoða skólann og njóta veitinga.
 
Það hefur margt gerst á þessari tíu ára vegferð Keilis en því helsta í sögunni eru gerð skil á fjórtán metra langri og tveggja metra hárri mynd sem sett hefur verið upp í Keili. Það er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, sem lét gera myndina sem er sett upp í tímalínu og hefur þegar vakið mikla athygli. Myndin er á einum af göngum skóla Keilis og öllum til sýnis á opnunartíma skólans.
 
Myndin var tekin núna síðdegis þegar Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri KADECO, afhenti Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis, verkið. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Nánar um afmæli Keilis á vf.is á morgun, föstudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024