Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Safnskipið Óðinn til Grindavíkur á sjómannadagshelginni
Myndirnar eru úr safni Valdimars Jónssonar, loftskeytamanns, og voru birtar á vef Landhelgisgæslunnar í tilefni af 50 ára afmæli skipsins árið 2010.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. júní 2022 kl. 14:36

Safnskipið Óðinn til Grindavíkur á sjómannadagshelginni

Gamla varðskipið og nú safnskipið Óðinn verður til sýnis á sjómannadagshelginni í Grindavík. Ákveðið er að Óðni verði siglt laugardaginn 11. júní til Grindavíkur og komið til hafnar þar um hádegisbil. Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, hefur verið boðið með í siglinginguna til Grindavíkur og hefur hann boðað komu sína. Í Grindavík verður athöfn við komu Óðins í höfn. Ávarp forseta Íslands. Ávarp Gunnars Tómassonar. Forstjóri japönsku skipasmíðastöðvarinnar, sem gaf Óðni nýtt formastur, flytur ávarp og mastrið verður afhjúpað. Þá flytur Guðmundur Hallvarðsson þakkarávarp fyrir hönd Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins. Flutt verður sjóferðabæn Odds V. Gíslasonar og séra Elín Gísladóttir blessar skipið. Eftir athöfnina verður Óðinn opinn almenningi til sýnis til klukkan 17:00. Óðinn siglir svo aftur til Reykjavíkur undir kvöld á laugardagskvöldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024