Safnahelgi á Suðurnesjum frestað til haustsins
Safnahelgi á Suðurnesjum er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Hún er venjulega haldin í mars en vegna viðkvæmrar stöðu Grindavíkur leggur samstarfshópur sem skipaður er fulltrúum allra sveitarfélaganna til að safnahelginni verði frestað til 25.- 27. október nk.