Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:03

SAFNAÐARHEIMILIÐ KLÁRAST NÆSTA SUMAR

Bygging safnaðarheimilis Keflavíkurkirkju er enn ein stórframkvæmdin í Reykjanesbæ. Birgir Guðnason, formaður Byggingarnefndar safnaðarheimilisins sagði bygginguna verða fullgerða á næsta sumri. „Safnaðarheimilið er á lokaáfanga og áætlað að taka salarkynni þess í notkun fyrir næstu jól. Skrifstofuálman verður síðan tekin í notkun á næsta ári. Kostnaðurinn hingað til er um 170 milljónir og 50 milljónir til viðbótar þarf til að ljúka verkinu.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024