Safnað fyrir Frank í Grindavík
Miðvikudaginn 31. maí var efnt til boltamaraþons í Röstinni í Grindavík til að safna áheitum til styrktar Frank Bergmann sem er 10 ára en hann greindist nýlega með hvítblæði. Það voru félagar Franks sem æfa með honum fótbolta og körfubolta sem spiluðu í 5 tíma körfubolta og fótbolta til skiptis og tóku foreldrar þeirra líka þátt.
Frank var auðvitað mættur með vinum sínum þrátt fyrir að vera í strangri lyfjameðferð og sá um klukkuna. Strákarnir voru orðnir ansi þreyttir þegar líða tók á en ekki kom til greina að slaka á því þar sem strákarnir áttu að vera í slökun og liggja á dýnum var bara hamast enn þá meira.
Er þetta glæsilegt framtak hjá vinum Franks og foreldrum þeirra því eins og flestir vita reyna svona veikindi mikið á þær fjölskyldur sem alvarleg veikindi koma upp. Frank er núna í meðferð á Barnaspítala Hringsins og í haust fer hann til Svíþjóðar í beinmergskipti og er áætlað að það taki 3 mánuði.
Félagar Franks í hlakka mikið til þegar hann kemur aftur að æfa og keppa í körfu og fótbolta.
Frank var auðvitað mættur með vinum sínum þrátt fyrir að vera í strangri lyfjameðferð og sá um klukkuna. Strákarnir voru orðnir ansi þreyttir þegar líða tók á en ekki kom til greina að slaka á því þar sem strákarnir áttu að vera í slökun og liggja á dýnum var bara hamast enn þá meira.
Er þetta glæsilegt framtak hjá vinum Franks og foreldrum þeirra því eins og flestir vita reyna svona veikindi mikið á þær fjölskyldur sem alvarleg veikindi koma upp. Frank er núna í meðferð á Barnaspítala Hringsins og í haust fer hann til Svíþjóðar í beinmergskipti og er áætlað að það taki 3 mánuði.
Félagar Franks í hlakka mikið til þegar hann kemur aftur að æfa og keppa í körfu og fótbolta.