Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Safnað fyrir Feribu litlu
Miðvikudagur 24. nóvember 2004 kl. 14:33

Safnað fyrir Feribu litlu

Á morgun verður haldin fjáröflunarsamkoma fyrir fjölskyldu Feribu litlu sem lést þegar ráðist var á Íslensku friðargæsluliðana í Kabúl 23. október sl. Samkoman verður haldin í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík en það er Kristinn Ásgrímsson starfsmaður Flugþjónustunnar í Keflavík sem stendur fyrir samkomunni.

Samkoman hefst klukkan 20 og mun Gunnar Þorsteinsson prédika og Gospelband Krossins mun syngja.

 

Myndin: Feriba, litla stúlkan sem lést þegar ráðist var á Íslensku fríðargæsluliðana í Kabúl í október. Ljósmynd/Fréttablaðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024