Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Safna fyrir endurútgáfu fyrstu plötu Kolrassa
Hljómsveitin var stofnuð fyrir 25 árum síðan.
Þriðjudagur 5. september 2017 kl. 12:51

Safna fyrir endurútgáfu fyrstu plötu Kolrassa

-Elíza Newman og félagar í Kolrassa Krókríðandi fagna 25 ára afmæli hljómsveitarinnar

Hljómsveitin Kolrassa Krókríðandi/Bellatrix stefnir að endurútgáfu sinnar fyrstu plötu sem ber heitið Drápa í tilefni 25 ára afmælis hljómsveitarinnar. Söfnun til að fjármagna endurútgáfuna hófst í gær á Karolina fund.

Hljómsveitin Kolrassa Krókríðandi var fyrir 25 árum skipuð fjórum 17 ára stúlkum frá Keflavík, þar á meðal Elízu Newman. Hún sló í gegn þegar hún sigraði Músíktilraunir og varð þjóðþekkt á einu kvöldi. Með útgáfu fyrstu plötunnar, Drápu, stimplaði Kolrassa sig rækilega inn í tónlistarflóru landans sem einstök og frumleg hljómsveit. Platan hefur verið ófáanleg í áratugi, þangað til nú.

Hljómsveitin mun einnig flytja plötuna einu sinni með upprunalegum meðlimum á tónleikum á Húrra þann 25. nóvember 2017 næstkomandi. Hægt er að heita á verkefnið hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024