Þriðjudagur 19. mars 2013 kl. 10:49
Safna blóði í Reykjanesbæ í dag
Blóðbankabíllinn er staddur í Reykjanesbæ í dag og stendur blóðsöfnun yfir til kl. 17:00. Eins og vanalega er bíllinn staðsettur við veitingastað KFC í Krossmóa. Allir eru velkomnir og er áréttað að blóðgjöf er lífgjöf.