Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sætanýting WOW air 88% í nóvember
Mánudagur 11. desember 2017 kl. 11:30

Sætanýting WOW air 88% í nóvember

- Farþegum fjölgaði um 30%

WOW air flutti 224 þúsund farþega til og frá landinu í nóvember eða um 30% fleiri farþega en í nóvember árið 2016. Þá var sætanýting WOW air 88% en var 87% í nóvember á síðasta ári. Það sem af er ári hefur WOW air flutt yfir 2.6 milljónir farþega sem er 73% aukning á sama tímabili frá árinu áður.

WOW air flýgur nú til 38 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku og hefur yfir að ráða einn yngsta flugflotann í Evrópu. WOW air hefur að undanförnu stóraukið framboð á flugi til bæði New York og Washington D.C. Þá mun WOW air þar að auki fljúga til tveggja flugvalla í New York, EWR og JFK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024