Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sætanýting WOW air 86% í júní
Fimmtudagur 7. júlí 2016 kl. 06:00

Sætanýting WOW air 86% í júní

- 103% farþegafjölgun á milli ára

WOW air flutti 168.451 farþega til og frá landinu í júní eða um 103 prósent fleiri farþega en í júní í fyrra. Sætanýting WOW air í júní var 86 prósent en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 83 prósent og er þetta aukning um þrjú prósentustig þrátt fyrir mikla framboðsaukningu.

Sætanýting WOW air jókst milli ára þrátt fyrir 97 prósent aukningu á sætaframboði í júní en félagið hóf áætlunarflug í þessum mánuði til San Francisco, Los Angeles, Frankfurt og Nice. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 125 prósent í júní frá því á sama tíma í fyrra. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 548 þúsund farþega en það er 111 prósent aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.