Sænskar orrustuþotur í Keflavík
Sænskar Saab Gripen orrustuþotur áttu leið um Keflavíkurflugvöll sl. laugardag, þar sem þær voru á leið aftur til Svíþjóðar eftir stopp í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þoturnar voru þar við æfingar og til að sýna vélina bæði þar og á Nellis Airbase í Kanada. Ferð orrustuþotna til Bandaríkjanna telst að öllu jöfnu ekki mjög merkileg frétt, en í þetta sinn vildi það til að þessar tvær vélar skráðu sig á spjöld sögunnar. Þær voru fyrstu sænsku orrustuþoturnar sem flugu yfir Atlantshafið og til baka heim. Gripen er allra nýjustu orrustuþotum í framleiðslu og ekki er langt síðan sænski flugherinn pantaði 204 slíkar vélar. Flugvélarnar eru mjög fallegar og kraftmiklar og þykja mjög liprar í flugi.
Hægt er að sjá fleiri upplýsingar um flugvélarnar á þessari vefslóð: http://www.airforce-technology.com/projects/gripen/
VF-ljósmyndir: kcg.is