Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sæljós dregið vélarvana til hafnar
Þriðjudagur 1. nóvember 2011 kl. 10:43

Sæljós dregið vélarvana til hafnar

Sæljós GK 2 var dregið til hafnar í Sandgerði í gærkvöldi eftir að báturinn var sóttur vélarvana nokkrar sjómílur út frá Sandgerði. Það var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sem sótti Sæljós.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar komið var í innsiglinguna til Sandgerðis kom björgunarbáturinn Gunnjón frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði til aðstoðar, en veður var þannig í gær að aðstoð Gunnjóns var nauðsynleg.

Þegar björgunarskipið var komið með Sæljós í höfn hrökk vélin í gang og lagði báturinn því sjálfur að bryggju.


Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við Sandgerðishöfn í gærkvöldi.