Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sækjast eftir auknu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 10:49

Sækjast eftir auknu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings

- við Grunnskóla Grindavíkur

Grunnskóli Grindavíkur er fjölmennasti grunnskóli á Suðurnesjum, með yfir 500 nemendur samkvæmt samantekt um skólahjúkrun á Suðurnesjum. Samkvæmt árangursviðmiðum landlæknis ætti að miða eitt stöðugildi heilbrigðisstarfsmanns við 500 til 700 nemendur. 
 
Fræðslunefnd hefur falið fræðslustjóra að vera í samstarfi við aðra fræðslustjóra á Suðurnesjum um viðræður við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um að samræma þjónustu skólahjúkrunar við grunnskóla á svæðinu. Einnig þarf að sækjast eftir auknu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings við Grunnskóla Grindavíkur, segir í fundargerð fræðslunefndar.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024