Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sækja vélarvana bát
Þriðjudagur 17. maí 2011 kl. 12:07

Sækja vélarvana bát

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjanesbæ, Hannes Þ. Hafstein, er nú á leið að vélarvana bát sem staddur er um 40 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Beðið var um aðstoð í morgun og fór björgunarskipið af stað um klukkan 8:30 og er búist við að það komi að bilaða bátnum um klukkan 13:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðast þegar rætt var við skipverja, sem eru sex talsins, rak skipið vélarvana frá landi en ekki var talin vera mikil hætta á ferðum.

Veður er þokkalegt á svæðinu en ölduhæð er um 3-4 m þar sem björgunarskipið er nú á ferð.

Ekki er búið að ákveða til hvaða hafnar bilaði báturinn verður dreginn, það ræðst af veðri og sjólagi síðar í dag en spár gera ráð fyrir versnandi veðri þegar líður á daginn.