Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sækja um aðild að Cruise Iceland
Þriðjudagur 3. júlí 2018 kl. 10:11

Sækja um aðild að Cruise Iceland

Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að sækja um aðild að Cruise Iceland, sem eru regnhlífarsamtök íslenskra hafna sem taka á móti skemmtilferðaskipum af öllum stærðum. Í dag eru um 20 hafnir aðilar að Cruise Iceland.
 
Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir markmið og samþykktir Cruise Iceland ásamt þeim ávinning sem felst að taka þátt í þeim samtökum. Lagt er til að Reykjaneshöfn sæki um aðild að samtökunum Cruise Iceland. Samþykkt var samhljóða að sækja um og hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024