Sækja jólatré til förgunar
Nú þegar jólin eru afstaðin eru eflaust lifandi jólatré á mörgum heimilum sem nú hafa lokið hlutverki sínu. Starfsmenn Áhaldahússins í Sandgerði hafa verið á ferðinni síðan í gær og verða áfram til 13. janúar og fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk í bænum.
Í Reykjanesbæ er íbúum boðið upp á að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 420-3200 og óska eftir því að jólatré séu sótt til förgunar. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar í Garði hafa verið á ferðinni síðan í gær og fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk í bænum. Þeir verða áfram á ferðinni til 13. janúar.