Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sædís Bára sjósett í Njarðvík
Föstudagur 22. júní 2012 kl. 14:24

Sædís Bára sjósett í Njarðvík



Báturinn Sædís Bára var sjósettur í Njarðvíkurhöfn í dag en báturinn er smíðaður frá a til ö af Suðurnesjamönnum og hér á svæðinu. Nánar til tekið í fyrrum húsi Eldafls í Njarðvík. Báturinn er 15 tonn að þyngd og gerður úr trefjaplasti. Báturinn hefur verið í smíði síðan í desember árið 2010 en upphaflega stóð til að smíða lítinn sex metra langan bát. Eitthvað varð verkið stærra í smíðum og á endanum varð til þessi glæsilegi 13 metra langi bátur sem gerður verður út frá Garðinum. Menn sem þekkja vel til segja að það sé orðið ansi langt síðan svo stór bátur hafi verið smíðaður hér á Suðurnesjum.

Ragnar Þór Georgsson er einn eigenda bátsins en hann sagði í samtali við Víkurfréttir að farið yrði að róa strax í næstu viku. Þá er förinni heitið á Skagaströnd þar sem rennt verður fyrir ufsa á handfæri. Þrír aðrir eiga bátinn ásamt Ragnari en það eru þeir Viktor, Róbert Georgsson og Halldór Pétursson fiskverkandi í Garði. Blaðamaður Víkurfrétta fylgdist með för Sædísar þegar báturinn fór á flot í við Skipasmíðastöðina í Njarðvík í dag. Hér að neðan má sjá ljósmyndir frá ferðalaginu.

Báturinn var vigtaður en hann er rúm 15 tonn.


Það er enginn hægðarleikur að koma ferlíkinu á vigtina.







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sædís Bára komin á flot.

Stoltir eigendur stilltu sér upp fyrir ljósmyndara VF. F.v: Róbert, Viktor, Bjarni og Ragnar.

VF-Myndir: Eyþór Sæm