Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sæbjörgin í Grindavík
Þriðjudagur 21. júní 2005 kl. 22:37

Sæbjörgin í Grindavík

Sæbjörg, skip Slysavarnaskóla sjómanna er nú statt í Grindavík til að endurmennta sjómenn í slysavörnum.  Sæbjörgin verður í 2 daga í Grindavík en heldur svo áfram til Hornafjarðar á leið sinni umhverfis landið.
„Við förum hringinn í kringum landið og höldum endurmenntunarnámskeið fyrir sjómenn en það er orðin skylda fyrir sjómenn að fara á slík námskeið.  Starf okkar fer að mestu leyti fram í Reykjavík en förum svo út á land á sumrin.  Það starfa 7 menn við skólann í fullu starfi en við þurfum að ráða kokk á sumrin þannig að við erum 8 núna.“ sagði Hilmar Snorrason, skólastjóri.  Kennslan skiptist í bóklegt og verklegt nám og fá sjómenn t.d. að spreyta sig á sjógallasundi og að snúa við björgunarbát sem lent hefur á hvolfi. Einnig er verkleg kennsla í notkun á slökkvibúnaði og fá menn þá að berjast við alvöru eld.  Skipsstjóri í þessari ferð var Grindvíkingurinn Birkir Agnarsson en það er hans fyrsta ferð sem skipsstjóri á Sæbjörginni.  Birkir hefur áralanga reynslu af störfum í Björgunarsveitinni Þorbirni og var m.a. skipsstjóri á björgunarbátnum Oddi V Gíslasyni.  Hann hefur starfað hjá slysavarnarskólanum í rúm tvö ár. Er það vel við hæfi að hann sigli sinni fyrstu ferð inn til Grindavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024