Sá sé eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur
„Ég vil hefja mál mitt á því að þakka þeim sem boðuðu til þessa glæsilega fundar því hér gefst tækifæri til þess að leggja áherslu á kröfur okkar um að að tvöföldun Reykjanesbrautar verði hraðað“, sagði Sigríður Jóhannesdóttir (S) og lagði jafnframt áherslu á órofa samstöðu þingmanna kjördæmisins sem og landsmanna allra. Hún telur raunhæft markmið að ljúka framkvæmdum ekki síðar en árið 2005.
Flytjum ekki óraunhæfar tillögur
Slysatíðni á Brautinni varð Sigríði umtalsefni en hún telur að tvöföldun muni draga úr henni. „Við höfum að undanförnu horft upp á sívaxandi fjölda slysa og kröfur um úrbætur hafa orðið æ háværari. Þingmenn kjördæmisins hafa talað einum rómi í því að tryggja því baráttumáli framgang. Það hefði ef til vill verið freistandi fyrir stjórnarandstöðuna, eins og t. d. okkur Samfylkingarþingmenn, að slá keilur með flutningi óraunhæfra tillagna um að flýta enn frekar tvöföldun Brautarinnar. Við höfum þó ekki fallið í þá freistni því að við vitum, að aðeins með samstöðu allra þingmanna kjördæmisins og með því að flytja málið af fyllstu einurð og rökfestu þokum við því fram. Þótt að vísu hafi örlað á yfirboðum frá sumum þeim sem ættu að vita betur en ekki er ástæða til að gera slíkt að umtalsefni hér. Málið hefur náð þangað sem að það er statt í dag vegna órofa samstöðu þingmanna kjördæmisins.“
Vantar viðbótarfjármagn
Í nefndaráliti við síðustu endurskoðun vegaáætlunar, stendur að stefnt skuli að því að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið árið 2006. Sigríður hét því að þingmenn Samfylkingarinnar myndu berjast fyrir því að það gengi eftir.
„Það verður að segjast eins og er, að til þess að svo geti orðið þarf að koma umtalsvert viðbótarfjármagn inn á vegaáætlun til framkvæmdarinnar eða um 1,7 milljárðar eins og samgönguráðherra hefur upplýst hér í kvöld. Við munum að sjálfsögðu reyna að nýta hvern þann möguleika sem við sjáum nothæfan til þess að hraða framkvæmdum. Þá er samstaða okkar allra vænlegust til að ná árangri en við þurfum einnig að fá til liðs við okkur þingmenn úr öðrum kjördæmum landsins.“
Ljúkum framkvæmdum ekki síðar en árið 2005
„Sá sé eldurinn heitastur er á sjálfum brennur“, mælti Sigríður og vildi með þeim orðum undirstrika mikilvægi Reykjanesbrautarinnar á landsvísu.
„Þó að slys á Reykjanesbraut brenni kannski heitast á þessu svæði, þá er það landsmanna allra að leggja okkur lið í þessu máli. Ég hef fulla trú á því að handhafar fjárveitingarvalds séu sömu skoðunar“, sagði Sigríður og fullyrti að fjármagnið væri til staðar. Út frá þeim forsendum telur hún raunhæft markmið að ljúka framkvæmdum ekki síðar en árið 2005.
Flytjum ekki óraunhæfar tillögur
Slysatíðni á Brautinni varð Sigríði umtalsefni en hún telur að tvöföldun muni draga úr henni. „Við höfum að undanförnu horft upp á sívaxandi fjölda slysa og kröfur um úrbætur hafa orðið æ háværari. Þingmenn kjördæmisins hafa talað einum rómi í því að tryggja því baráttumáli framgang. Það hefði ef til vill verið freistandi fyrir stjórnarandstöðuna, eins og t. d. okkur Samfylkingarþingmenn, að slá keilur með flutningi óraunhæfra tillagna um að flýta enn frekar tvöföldun Brautarinnar. Við höfum þó ekki fallið í þá freistni því að við vitum, að aðeins með samstöðu allra þingmanna kjördæmisins og með því að flytja málið af fyllstu einurð og rökfestu þokum við því fram. Þótt að vísu hafi örlað á yfirboðum frá sumum þeim sem ættu að vita betur en ekki er ástæða til að gera slíkt að umtalsefni hér. Málið hefur náð þangað sem að það er statt í dag vegna órofa samstöðu þingmanna kjördæmisins.“
Vantar viðbótarfjármagn
Í nefndaráliti við síðustu endurskoðun vegaáætlunar, stendur að stefnt skuli að því að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið árið 2006. Sigríður hét því að þingmenn Samfylkingarinnar myndu berjast fyrir því að það gengi eftir.
„Það verður að segjast eins og er, að til þess að svo geti orðið þarf að koma umtalsvert viðbótarfjármagn inn á vegaáætlun til framkvæmdarinnar eða um 1,7 milljárðar eins og samgönguráðherra hefur upplýst hér í kvöld. Við munum að sjálfsögðu reyna að nýta hvern þann möguleika sem við sjáum nothæfan til þess að hraða framkvæmdum. Þá er samstaða okkar allra vænlegust til að ná árangri en við þurfum einnig að fá til liðs við okkur þingmenn úr öðrum kjördæmum landsins.“
Ljúkum framkvæmdum ekki síðar en árið 2005
„Sá sé eldurinn heitastur er á sjálfum brennur“, mælti Sigríður og vildi með þeim orðum undirstrika mikilvægi Reykjanesbrautarinnar á landsvísu.
„Þó að slys á Reykjanesbraut brenni kannski heitast á þessu svæði, þá er það landsmanna allra að leggja okkur lið í þessu máli. Ég hef fulla trú á því að handhafar fjárveitingarvalds séu sömu skoðunar“, sagði Sigríður og fullyrti að fjármagnið væri til staðar. Út frá þeim forsendum telur hún raunhæft markmið að ljúka framkvæmdum ekki síðar en árið 2005.