S.V.G. afhendir nýjan slöngubát á 50 ára afmæli sínu
Á morgun, laugardag, fagnar sjómanna- og verkalýðsfélag Grindavíkur 50 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins verður bæjarbúum og velunnurum S.V.G. boðið til kaffisamsætis í veitingahúsinu Brim við Hafnargötu í Grindavík frá kl. 13-19.
Við upphaf afmælisins mun S.V.G. formlega afhenda Björgunarsveitinni Þorbirni 12 manna slöngubát af Zodiac gerð ásamt 40 hestafla Yamaha utanborðsmótor. Nýji báturinn leysa af hólmi samskonar bát sem m.a. var notaður við giftusamlega björgun á Járngerðarstaðarsundi þegar tveimur mönnum var bjargað úr lífsháska.
Séra Elínborg Gísladóttir, nýskipaður sóknarprestur í Grindavík, mun blessa bát og áhöfn og gefa bátnum nafn. S.V.G. hefur í áranna rás verið öflugur bakhjarl Þorbjarnar og mun þetta vera þriðji báturinn sem félagið gefur björgunarsveitinni.
VF-mynd/ www.grindavik.is - Sjómenn í Grindavíkurhöfn