S.E.E.S fá tvö stór verk
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tilboð S.E.E.S. ehf. um gatnagerð og lagnir í Grænási og við Njarðvíkurfitjar. Tilboðið var 34.323.100 kr. sem er 82,1% af kostnaðaráætlun. Sömu verktakar áttu einnig lægsta tilboð í lagningu slitlags í Reykjanesbæ. Tilboð þeirra hljóðaði upp á tæpar 24 millj. kr. sem er 121% af kostnaðaráætlun hönnuða.