Rýr uppskera eftir mikla fyrirhöfn
Kaupskrárnefnd varnarsvæða hefur úrskurðað að laun félagsmanna í VSFK, sem starfa í mötuneyti, ræstingu og sambærilegum störfum á varnarsvæðinu, skuli hækka um 0,2% frá fyrsta launatímabili í ágúst 2006. Á sama tíma skulu þeir fá greidda sérstaka eingreiðslu upp á 2500 kr. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, segir þessa niðurstöðu mikil vonbrigði.
„Þetta mál er búið að vera í vinnslu síðan í mars með miklum bréfaskriftum, fundahöldum og endalausum fyrirspurnum, vinnu við að gera paraðan samanburð á launum og hvað eina. Kaupskrárnefnd er búin reikna þetta út síðan í mars og loksins þegar hún kemst að niðurstöðu, er hún á þennan veg. Heldur var rýr uppskeran eftir alla þessa fyrirhöfn svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði Kristján Gunnarsson í samtali við VF.
Kristján segir þessa niðurstöðu mikil vonbrigði ekki síst í ljósi þess að á sama tíma varð 8% launaskrið á almennum vinnumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Kjararannsóknarnefndar. Aðspurður segir Kristján að ekkert frekar sé hægt að aðhafast í málinu, reglum samkvæmt.
Niðurstöðu Kaupskrárnefndar er hægt að nálgast í heild sinni á vef VSFK á vefslóðinni www.vsfk.is
„Þetta mál er búið að vera í vinnslu síðan í mars með miklum bréfaskriftum, fundahöldum og endalausum fyrirspurnum, vinnu við að gera paraðan samanburð á launum og hvað eina. Kaupskrárnefnd er búin reikna þetta út síðan í mars og loksins þegar hún kemst að niðurstöðu, er hún á þennan veg. Heldur var rýr uppskeran eftir alla þessa fyrirhöfn svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði Kristján Gunnarsson í samtali við VF.
Kristján segir þessa niðurstöðu mikil vonbrigði ekki síst í ljósi þess að á sama tíma varð 8% launaskrið á almennum vinnumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Kjararannsóknarnefndar. Aðspurður segir Kristján að ekkert frekar sé hægt að aðhafast í málinu, reglum samkvæmt.
Niðurstöðu Kaupskrárnefndar er hægt að nálgast í heild sinni á vef VSFK á vefslóðinni www.vsfk.is