Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rýming Grindavíkur gekk vel – öryggi fólks er númer eitt
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 14. janúar 2024 kl. 07:46

Rýming Grindavíkur gekk vel – öryggi fólks er númer eitt

Vel gekk að rýma Grindavík og er allir íbúar sem þar gistu farnir úr bænum, þá hafa viðbragðsaðilar einnig yfirgefið bæinn. Í viðtali við RÚV segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, að það sé léttir að búið sé að rýma bæinn og nú taki biðin við.

„Það fer enginn inn meðan óvissan er svona mikil,“ segir Víðir. „Öryggi fólks er númer eitt.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samhæfingastöð almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt og fljótlega var sú ákvörðun tekin að rýma bæinn.

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort í ljósi túlkunar nýjustu gagna.