Rýming gekk vel
Búið er að rýma Grindavíkurbæ, rýmingin gekk vel og lauk rétt eftir klukkan eitt í nótt.
Í Grindavík eru viðbragðsaðilum farið að fækka. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru farnir af svæðinu.
Allar leiðir eru enn lokaðar til Grindavíkur, nema fyrir viðbragðsaðila.
Samhæfingarstöð Almannavarna verður áfram starfandi þótt hluti starfsmanna sé farinn heim til hvíldar fyrir komandi vaktir.
Visindafólk Veðurstofunnar mun funda með Almannavörnum um klukkan þrjú í nótt og fara yfir stöðuna. Í framhaldi verður næsti stöðufundur samhæfingarstjórnar með aðgerðastjórnum og viðbragðsaðilum.
Fjöldahjálpastöðvar voru opnaðar fyrr í kvöld, í íþróttahúsi Kórsins í Kópavogi eru nú 66 manns, í Keflavík 46 og á Selfossi eru 28.
Umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ fóru snemma í kvöld í fjöldahjálparstöð í Borgartúni.