Rýming Bláa lónsins gekk vel
Bláa Lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna eldsumbrotanna við Sundhnjúkagígaröðina nú í kvöld. Rýmingin gekk vel.
„Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf,“ segir í tilkynningu frá Bláa lóninu.
Starfsstöðvum Bláa Lónsins í Svartsengi hefur verið lokað.
Í spilara má sjá beint streymi frá Langahrygg.