Rými séu miðuð við sex deilda leikskóla
Fræðslunefnd Grindavíkur telur mikilvægt að öll stoðrými, fataherbergi barna, rými starfsmanna og matsalur verði þannig að þau anni sex deilda leikskóla ef þörf verður á í nýjum leikskóla í Grindavík.
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, gerði grein fyrir vinnu bygginganefndar Grunnskóla og kynnti teikningar af nýjum leikskóla norðan Hópsbrautar í Grindavík á síðasta fundi nefndarinnar.