Ryksugan er komin
Ryksugubúnaður sá sem Reykjanesbær keypti vegna svifryksmengunarinnar í Reykjaneshöll er kominn til landsins og var tekinn í notkun strax. Ráðgert var að ryksuga gervigrasið í gær og í dag og gera nýjar mælingar að því loknu. Heilbrigðisnefnd mun í kjölfarið fara yfir málið á næsta fundi hennar sem verður á morgun, fimmtudag.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagði á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær að ef búnaðurinn skilaði ekki þeim árangri sem vænst væri, kæmi vart annað til greina að flýta kaupum á nýju gervigrasi.
Mynd: Ryksugan í Reykjaneshöll.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagði á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær að ef búnaðurinn skilaði ekki þeim árangri sem vænst væri, kæmi vart annað til greina að flýta kaupum á nýju gervigrasi.
Mynd: Ryksugan í Reykjaneshöll.