Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rykið burt, takk fyrir!
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 15:10

Rykið burt, takk fyrir!

Mannlífið í miðbæ Keflavíkur blómstrar í dag, enda 15-17 stiga hiti og glampandi sól. Aðeins einn skugga ber á góða veðrið í miðbænum. Það er rykið sem kemur frá Ægisgötunni, sem er malarvegur með sjávarströndinni neðan Hafnargötu. Vörubílar eru þar í stöðugum ferðum og leggur þykkt rykský yfir miðbæinn. Verslunareigandi hafði samband við Víkurfréttir og benti á þetta. Ábendingunni er hér með komið áleiðis, því veðurspáin hljóðar upp á áframhaldandi þurrk, a.m.k. fram á miðvikudag.

Myndin er tekin eftir hádegið í dag og segir meira en mörg orð um ástandið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024