Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:37

RYÐSVEPPAPLÁGA HERJAR Á KEFLAVÍK - HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Ryðsveppur er orðinn að plágu í Keflavík og garðeigendur standa ráðþrota gagnvart þessum vágesti. Sveppurinn leggst á gljá- víði og getur einnig hlaupið í aspir. Hann dreifir sér hratt og örugglega með fuglum og vindi. Fyrst eyðileggur hann laufblöð plantnanna og þegar þau falla til jarðar fer hann í ræturnar og drepur trén. Útlit er fyrir að þetta muni valdi gríðarlegum skaða en það er þó eitt og annað sem garðeigendur geta gert til að draga úr honum. Plöntulyf Gegn ryðsveppum gagnast upptökulyf (kerfislyf) best. Sveppalyfið Plantvax, sem var lengi notað hér á landi, er ekki fáanlegt lengur. Því var gripið til þess ráðs að flytja inn takmarkað magn af sveppalyfinu Baycor (bitertanol) sumarið 1998, en óyggjandi reynsla er enn ekki komin á það efni. Önnur sveppalyf hafa verið notuð erlendis en ekki er búið að reyna þau hér á landi, þetta eru efnin Bayleton (triadimefon), Tilt (propiconazole), Bravo (chlorothalonil) og Dithane (mancozeb). Klipping Þegar runnar eru klipptir niður að vetri og afklippur fjarlægðar, er mestur hluti smitefnisins einnig fjarlægður. Sofandi brum sem lifna að vori eru laus við smit og mynda heilbrigða sprota. Þetta er þó skammgóður vermir, vegna þess að smit berst oftast úr nálægum görðum er líða tekur á sumarið. Einnig er líklegt að smit geti lifað veturinn af í föllnu laufi og þarf því að fjarlægja sýkt lauf á haustin. (Heimild: Grein Halldórs Sverrissonar plöntusjúkdómafræðings í 2.tbl. Laufblaðsins 1999)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024