Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

RÚV: Kísilmálmsverksmiðja væntanleg í Helguvík
Miðvikudagur 18. júlí 2007 kl. 13:05

RÚV: Kísilmálmsverksmiðja væntanleg í Helguvík

Icelandic Silicon Corporation, fyrirtæki í eigu Íslendinga, áformar byggingu 50.000 tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Þetta kom fram í Ríkisútvarpinu fyrr í dag.

Tillaga að matsáætlun umhverfismats liggur fyrir og fjármögnun verkefnisins er langt komin segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við RÚV. Hann segir bæinn hafa gefið vilyrði um lóð undir verksmiðjuna sem á m.a. að framleiða sólarrafhlöðu-hæfan kísil og síðar sólarrafhlöður. Áætlað er að framleiðsla hefjist eftir tvö ár.

Árni segir verkefnið hafa verið lengi í undirbúningi og að Reykjanesbær hafi gefið vilyrði um lóð undir verksmiðjuna sem verður nærri fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík. Icelandic Silicon Corporation er í eigu Íslendinga sem búsettir eru í Danmörku. Í tillögu að matsáætlun fyrir verksmiðjuna segir, að markmið fyrirtækisins sé að framleiða kísilmálm fyrir heimsmarkað og að verða eitt af leiðandi fyrirtækjum á heimsvísu í framleiðslu á sólarrafhlöðuhæfum kísli sem nota megi beint við framleiðslu á sólarrafhlöðum. Síðar er svo ætlunin að framleiða á svæðinu sólarrafhlöður.

Áformað er að byrja byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar á næsta ári og hefja framleiðslu 2009. Til að byrja með verði framleiðslugetan 25.000 tonn á ári en fullbúin framleiði verksmiðjan 50.000 tonn af kísilmálmi á ári. Við framleiðsluna losnar mikið af koltvísýringi en einnig nokkuð af öðrum lofttegundum. Á þessu stigi er það eitt helsta áhyggjuefnið að mati bæjarstjórans. Um 40 megavatta orku þarf til að byrja með. Hráefnið er kvartz og kolefni, líkt og í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.

Hráefnið er brætt og er fyrirhugað að nota ljósbogaofna sem hita það upp í um 1.900 gráður. Í byrjun verður verksmiðjan ekki ýkja mannfrek, mun minni en fyrirhugað álver.

Af www.ruv.is

 

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024